Villandi fyrirsögn...

Villandi fyrirsögn, sem má skilja sem svo að SORPA sé hætt að senda flokkaðar plastumbúðir  inn til endurvinnslu og urði það í staðinn.

 

Unnið er ötullega að því að sporna við urðun plast, og hefur SORPA tvöfaldað endurvinnslu á plasti á sl. tveimur árum, sjá frétt,  http://www.sorpa.is/fjolmidlarasin/frettir/873/SORPA-tvofaldar-endurvinnslu-a-plasti-a-sl-tveimur-arum/default.aspx


mbl.is Plast skal áfram urða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SORPA tvöfaldar endurvinnslu á plasti á s.l. tveimur árum

SORPA vinnur markvisst að aukinni endurvinnslu á plasti en almenningur hefur getað skilað plasti til endurvinnslu í gáma á sex endurvinnslustöðvum s.l. 4 ár og tvö ár eru síðan SORPA hóf að safna plastumbúðum í um 80 grenndargáma og sýnir reynslan að magn plasts til endurvinnslu tvöfaldaðist. Á grenndarstöðvunum 80 eru grænir gámar fyrir plastumbúðir og bláir gámar fyrir pappírshráefni, þar með talið bylgjupappa. Einnig geta fyrirtæki skilað plastumbúðum beint í móttöku- og flokkunarstöð SORPU í Gufunesi án gjalds eða fengið greitt fyrir sé komið með meira en 500 kg í almanaksmánuði.

SORPA beitir sér fyrir að draga úr urðun á lífrænum úrgangi og með því tvöfalda endurvinnslu á pappírshráefni eins og lagt er til við sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu, verður dregið verulega úr urðun lífræns úrgangs sem er hluti af uppfyllingu lagaskyldu sveitarfélaganna.  Ef minni pappír og bylgjupappi berst á urðunarstað höfuðborgarsvæðisins dregur úr myndun gróðurhúsalofttegunda frá honum sem er stór þáttur í þeirri ákvörðun að safna fyrst til endurvinnslu öllu pappírshráefni, pappír og pappa frá öllum heimilum. Eins og fram kom hjá framkvæmdastjóra SORPU, Birni H. Halldórssyni, í umfjöllun Morgunblaðsins um flokkun á pappa, pappír og plastumbúðir 19.09 s.l., að „mikilvægara sé að flokka pappa og pappír frá öðru sorpi, því þetta séu efni sem gefi frá gróðurhúsalofttegundir þegar þær rotni“.  Plast er efni sem má urða til geymslu og vinna það síðar þegar hagkvæmari leiðir til endurvinnslu eru í boði.  Þá má nefna að SORPA er þátttakandi í rannsóknarverkefni með Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Carbon Recycling International þar sem framleiðsla á bifreiðaeldsneyti úr plastefnum sem falla til hjá SORPU er á tilraunastigi, verkefnið er styrkt af Rannís.

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband